Bývax

Af hverju bývax?

Bývax er elsta þekkta efnið í kertagerð og kerti úr bývaxi hafa fundist inni í fornum pýramídum í Egyptalandi. Bývax er búið til af býflugum sem safna vaxinu án þess að verða fyrir skaða. Bývax er náttúrulegt og endurnýjanlegt efni sem eitrar ekki andrúmsloftið. Bývax er því afar gott fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir eða með ofnæmi. Ekki síður alla þá sem vilja heil-næmara loft með því að brenna hreinum kertum á heimilum sínum. 

Í flestum venjulegum kertum er að finna parafín-vax. Parafín er loka hjá-afurð sem verður til við bensín-framleiðslu og er því óendurnýtanlegt efni sem veldur töluverðri mengun á andrúmsloftinu. Parafín-kerti innihalda flest allt að sjö þekkt eiturefni. Þá eru mörg kerti í dag einnig unnin úr pálmaolíu sem unnin er á kostnað verndunar regnskóga.

Bývax er:

  • Laust við eiturefni. Bývax kerti innihalda engin af þeim eiturefnum sem finna má í venjulegum parafín vaxkertum.
  • Mögulegt að brenna í kringum fólk sem er með astma, ofnæmi eða er viðkvæmt fyrir öðrum efnum.
  • Endurnýtanleg auðlind sem mannfólk hefur notað í yfir þúsundir ára.
Bývax
Bývax

© 2023 Allur réttur áskilinn